Þessi fallega íbúð er stútfull af fallegum gullmolum, raðað upp á mjög skemmtilegan máta sem gefur rýminu hlýleika.
Hér er hvíti liturinn dómerandi en aðrir litir fá að njóta sín mjög vel. Það sést vel að þarna býr fjölskylda, skipulagið er mjög gott og staður fyrir hvern hlut. Hrifnust er ég að skóskápnum hjá húsfreyjunni… myndi ekki slá hendinni á móti svona fínum skóskáp enda þarf ég að fara að byggja hús fyrir mig og mína skó bráðlega…held það sé ekki spurning. Búrskápurinn er ekkert smá vel skipulagður, þetta er alveg eins og klippt út úr auglýsingu en húsfreyjan staðfesti að þetta væri alltaf svona hjá þeim því hún væri með eindæmum skipulögð manneskja.
Arininn gefur stofunni hlýleika og er mjög töffaralegur þarna í horninu. Hann er yfir hundrað ára gamall og gerðu hjónin hann upp þegar þau fluttu inn í húsið.
Húsgögnin hjá þeim eru flest öll frá Ikea en þau blanda Eames stólunum frægu og skemmtilegu við. Kemur einstaklega vel út og íbúðin í heild er lífleg og heimilisleg.
Ekki vera hrædd við að blanda saman gömlum og nýjum hlutum..oftar en ekki þá virkar það fullkomlega saman og gefa heildarrýminu skemmtilegan blæ.
________________________________________________________
Kíktu á Mio design ef þig vantar hjálp við heildarútlit íbúðarinnar þinnar.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.