Það er ekki á hverjum degi sem maður sér iðnaðarhúsnæði breytt í fallega íbúð. Hvað þá að þar séu bleik húsgögn. Hér virkar sú samsetning rosalega vel. Þau máluðu múrsteinana hvíta, létu eldhúsið vera kalt og iðnaðarlegt en settu hlýlegt parket á gólfið.
Húsgögnin eru mörg hver æpandi bleik og hinsvegar antík. Ísskápurinn er líka ferlega krúttlegur þarna inn um allt stálið, svona ljósbleikur og sætur. Svefnherbergið er samt í uppáhaldi hjá mér. Það er á annari hæð og mjög hlýlega innréttað.
Rómans og huggulegheit…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.