BÖRN OG HEIMILI: Það hafa allir krakkar gaman af að smíða kofa en þessi fallegi kofi er eingöngu smíðaður úr endurunnu efni og hlutum sem fullorðna fólkið var hætt að nota.
Farið var alla leið til að gera kofann að skemmtilegu leikrými – hann var hvítmálaður og fékk litríka og fallega ljósakrónu, gluggahlerarnir voru gerðir úr gömlum sjónvarpsskáp og dyra og gluggarammar úr gömlum rúmgafli en gömul girðing sem fauk um koll í hvassviðri var notuð til að smíða krakkakofann.
Stórskemmtileg hugmynd fyrir vorið! Því ekki að hjálpa börnum að gera fallegan kofa úr afgangsefni? Nóg er efniviðurinn sem verður afgangs þegar verið er að smíða palla.
Smelltu til að stækka og skoða:
ljósmyndir Belinda Graham The Happy Home
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.