Í hjarta miðbæjarins 18. apríl- 1. maí var rifið, sparkað, flotað, málað, hvíttað, steypt og sparslað í risi 3 hæða húss sem áður fyrr var notað sem þurrloft fjölskyldu.
Parið María Svava og Ingunn fagurkerar fundu ástina fyrir ári síðan og komu sér fyrir í miðbænum ásamt börnum og dýrum með glæsibrag. Þær fokheltu gamla viðklædda íbúð og tóku gjörsamlega allt í gegn á eigin spýtur með hjálp föður Ingunnar.
Ingunn vinnur sem grafískur hönnuður en með því sjá þær saman um að leigja íbúðir út til ferðamanna. Draumurinn er að nýta þessa hönnunar hæfileika í að gera hluti, íbúðir o.s.f.r.v. upp í að koma fyrirtæki á lagnir svo úr sé lifibrauð.
Takið vel eftir eldhúseyjunni sem mun vera hjarta heimilisins en hana hönnuðu þær alveg frá grunni. Næsta verkefni þeirra er að gera upp gamlann skóla rétt hjá Siglufirði sem mun hýsa brettafólk en þær munu koma til með að framkvæma allt sjálfar en fá þó grafflistamenn til að myndskreyta staðinn.
En myndir segja meira en þúsund orð. Njótið!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.