Íbúðin er á sænskri grund í húsi sem er byggt árið 1904
Búið er að mála hana hvíta í hólf og gólf. Gólfin hafa fengið háglans hvítt lakk á móti hvítum veggjum. Þó hafa tveir veggir fengið smá blómaveggfóður til að búa til sjarma í íbúðinni.
Persónulega mæli ég alls ekki með hvítt lökkuðum gólfum, því það sést nákvæmlega hvert einasta rykkorn á þeim. Það lítur mjög vel út á myndum en ekki svo farsælt að lifa með því.
Íbúðin er mjög skandinavísk í útliti, létt og einföld, húsgögnin hvít, brún og grá með nettum blómaskreytingum. Uppstillingarnar í kringum arininn eru líka flottar, léttar og smart skreytingar.
Falleg íbúð í flottum og yndislegum skandinavískum stíl
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.