Ákveðið afturhvarf til fyrri tíma hefur verið áberandi trend í heimilum á síðustu misserum…
Heimili eru þó enn nokkuð minimalísk en mikið er lagt upp úr því að velja saman hluti sem falla að ákveðinni litapallettu og spila vel saman.
Myndaveggir eru til dæmis áberandi vinsælir og þá er gjarna blandað saman ljósmyndum, landakortum, málverkum, fjölskyldumyndum og uppörvandi setningum í bland við skrautmuni. Til dæmis hreindýrahorn, fiðrildi eða annað úr náttúruríkinu.
Gólfin eru oft hvít eða svolítið slitinn gamall viður, eða grófar fjalir. Veggir og loft hvítt. Nokkrum tímabilum ægir gjarna saman í húsgögnum sem spila fallega saman hvað varðar liti og efni og þá eru klassískir hönnunargripir í bland við hráan franskan sveitastíl nokkuð áberandi.
Einnig er vinsælt að taka gömul húsgögn og gefa þeim andlitslyftingu með málningu eða nýju áklæði.
Hér eru skemmtilegar myndir sem sýna nokkur nútíma heimili og vinnustofur.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.