Ég hef alveg ótrúlega gaman að allskyns skartgripum og er sífellt að sanka að mér hálsmenum, eyrnalokkum, nælum, hringjum og armböndum úr öllum áttum.
Það eina leiðilega við skartgripi er að það er ekki gaman að geyma þá, hálsmenin flækjast saman og eyrnalokkar týnast og allt rispast ef þetta er ekki geymt á réttan hátt. Mér finnst líka leiðilegt að geyma skartgripi ofan í skúffu eða inn í skáp þar sem þeir sjást ekki.
Ég fann lausn á þessu „stóra“ vandamáli fyrir nokkrum árum síðan þegar ég hirti jólastafastand af þáverandi vinnustaðnum mínum og ég nota hann undir skartgripi ásamt iitala nammiskál.
Þrátt fyrir þessa lausn er ég alltaf að líta í kringum mig eftir fleiri hugmyndum um það hvernig sé gott að geyma skartgripi af því það er sífellt að bætast í safnið mitt og standurinn minn fer alveg að fyllast.
Hér eru nokkrar sniðugar lausnir sem ég hef rekist á víðsvegar á netinu, bæði keyptir og heimagerðir…
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.