Hefurðu spáð í hvernig það kæmi út ef þú myndir mála einn vegg heima hjá þér í mjög dökkum lit?
Heimilið getur fengið á sig mjög hlýlegt og fallegt yfirbragð ef þú prófar að setja mjög dökka málningu á einn vegg og slíkir veggir eru mjög flottir sem ‘backdrop’ fyrir allt annað skraut.
Einnig getur komið mjög fallega út að mála vegg sem stendur á móti glugga í dökkum lit eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.
Stíllinn verður svolítið karlmannlegur eða ‘masculine’ en mér finnst það alltaf mjög smart. Sumir ganga lengra og mála hreinlega allt í dökkum litum, líka dyrakarma og hurðar.
Hér er það blár tónn sem fær að njóta sín á veggnum en ég skrifaði einmitt um bláa veggi í fyrra. Lestu um það og sjáðu myndirnar hér.
Fyrir þau sem fíla einfaldleikann eru þessi blæbrigði af gráum og svörtum tónum líka mjög skemmtilegur valkostur.
Á þessari mynd finnst mér sjást vel hvernig þessi stíll fær notið sín. Fullkominn harmónía en hér er gólfið líka málað í dökkum litum. Myndlistin poppar alveg út í þessu umhverfi.
Þessi hefur svo ákveðið að veggfóðra hjá sér með dökku veggfóðri. Blái liturinn á stólunum finnst mér skemmtilegur í þessari dökku umgjörð. Myndin hefur verið stíliseruð þannig að græni liturinn í borðskreytingunni tónar við gluggatjöldin og myndirnar á veggnum tengja svo allt saman.
Ég tek eftir því að á flestum þessara heimila eru mottur á gólfunum en mér sýnast mottur vera að koma ansi sterkar inn hjá innanhússhönnuðum. Furða mig einmitt á því af hverju þær eru ekki algengari hér á landi þar sem heimilin mættu vera meira kósý. Við megum alveg við smá kósýheitum þar sem veturnir hérna eru svo hrikalega langir.
Ein klassísk uppstilling í lokin. Stofuveggurinn með málverkið hangandi í fyrir ofan sófann. Taktu eftir því hvað allir litir fá notið sín á svona dökkum vegg. Öðruvísi og skemmtilegt.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.