Ég fæ oft spurningar varðandi barnaherbergi, hvernig hægt sé að breyta þeim án þess að það kosti aðra höndina.
Mjög mikilvægt er að byrja á því að hugsa um hvaða liti fólk vill hafa. Vinsælt er að hafa ljósa liti í barnaherbergjum og poppa herbergið upp með skemmtilegum hlutum á veggi eða jafnvel hangandi hluti.
Flottast finnst mér að nota dótið sem barnið á sem skrautmuni. Ef barnið á mikið af bókum þá er sniðugt að kaupa litlar grunnar hillur og láta bækurnar vera skrautið á hillum.
Líka með bangsa, mörg börn eiga mjög mikið af böngsum eða dúkkum, þá er gott að láta bangsana eða dúkkurnar sitja allar saman á einni hillu.
Ein sem ég þekki límdi gamla bíla á vegginn hjá syni sínum, þetta voru litlir gamlir bílar sem barnið lék sér sárasjaldan með og átti nóg af. Hægt er að kaupa vegglímmiða með bílamyndum og hafa þá í sambland við bílana, þá ertu komin með smá 3D í herbergið og herbergið lifnar við.
Einnig er sniðugt að útbúa lestrarhorn fyrir barnið, skella nokkrum púðum á gólfið, jafnvel setja skyggni eða tjald yfir til að skapa kósí stemningu. Skella upp hillum við hliðiná, hafa hillurnar það lágt niðri að barnið nái vel í bækurnar eða setja bækurnar í flotta kistu á gólfið. Öll ævintýramennska og kósíheit auka líka líkurnar á því að barnið vilji eyða tíma í herberginu sínu og lesa.
Svo það er um að gera að skoða dótið sem barnið á og byrja að skreyta herbergið með þeim hlutum.
Hérna koma líka nokkrar myndir sem ég sankaði að mér sem gefa góðar hugmyndir.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.