Þegar til stendur að innrétta herbergi fyrir unglinga er gott að byrja á því að skoða áhugamálin hjá unglingnum. Hefur hún áhuga á ballet, dansi, íþróttum, tónlist, list, hönnun, tölvum, fatahönnun, ljósmyndun og svo framvegis.
Þegar það er komið á hreint er hægt að vinna út frá hvaða litir henta í hennar umhverfi. Vill hún hafa liti eða er hún meira fyrir náttúrlegt lúkk? Veggfóður og ýmisskonar veggskraut eru mjög vinsæl í unglingaherbergin. Doppur á veggjum eru sérstaklega vinsælar um þessar mundir og hægt er að fá bæði doppótt veggfóður og eins gera doppurnar sjálf með því að nota límmiða.
Stórar og miklar ljósakrónur seta sinn svip á herbergið og eins fallegir speglar en oft á þessum árum eykst speglanotkun til muna svo gott er að hafa einn stóran inn í herberginu.
Kíkið á myndirnar til að fá innblástur og hugmyndir fyrir unglinginn ykkar, og um að gera að leyfa henni að skoða líka!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.