Ertu að hugsa um að breyta svefnherberginu þínu? Þá er sniðugt að skoða þessar hugmyndir..
Það fyrsta sem þú þarft að hugsa um eru hvaða liti viltu hafa í herberginu. Ertu hrifin af hvítu og svörtu, gráa tóna eða jafnvel sterka fallega liti?
Notarðu yfirleitt rúmteppi eða viltu einfalda með því að nota einfalt teppi sem þú skellir lauslega yfir endann á rúminu?
Viltu hafa púða til skrauts eða háan gafl? Ef þú vilt hafa gafl á rúminu þá er fínt að spurja sig að því hvort hann eigi að vera úr leðri, áklæði, við eða öðru efni. Viltu skreyta herbergið með fallegum lampa, myndum, púðum, teppum, gærum, dýraskinni, speglum, hillum eða hafa snyrtiaðstöðu inn í svefnherbergi?
Þetta eru allt nauðsynlegar spurningar til að komast að því hvað þú vilt hafa í svefnherberginu þínu og þá ertu fljót að komast að því hvernig þú vilt að það líti út.
Hérna eru líka nokkrar myndir sem gefa þér hugmyndir að því hvernig þú getur innréttað svefnherbergið – Flest eru þau mjög minimal og svart og hvítt áberandi en skoðaðu þær til að koma þér af stað…
___________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.