Þegar kemur að því að mála barnaherbergi má svolítið stökkva út fyrir rammann. Það eina sem maður þarf er að vera vopnaður vel virku hugmyndaflugi og þá er hægt að gera margt fallegt.
Ég rauk í það verkefni að mála herbergi fyrir stubbinn minn um daginn og langaði til að gera það krúttlegt, án þess að vera afgerandi. Upphaflega hugmyndin var að smella bara veggfóðursborða á miðjann vegginn og hafa hvorn tóninn af bláu sitthvoru megin við. En ég fann ekki borða sem mig langaði að nota og þá voru góð ráð dýr… eða hvað?
Ég lét þetta nú ekki stoppa mig og vopnuð málningarteipi réðst ég á veggina, teipaði ræmur og borða og byrjaði að mála.
Útkomuna má sjá fyrir neðan. Það eina sem þarf í þetta verkefni er málning í lit að eigin vali, málningarteip, málband, þolinmæði og gott skap! Auðvelt, fallegt og ponsu út fyrir normið!
Hrafnhildur, eða Krummi, er mamma, förðunarfræðingur, leikkona, kærasta, systir, dóttir, handverkskona og listakona svo fátt eitt sé nefnt. Ung flutti hún frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þar sem hún lærði förðunarfræði en seinna flutti hún til Alabama, USA þar sem hún lærði leiklist. Eftir nokkur ár í Bandaríkjunum lá leið hennar aftur til Sauðárkróks og hún er því rödd landsbyggðarinnar á meðan pjattrófa. Hrafnhildur er fædd 21. febrúar árið 1980 og er fiskur.