Þessi ofur fallega og persónulega íbúð er á efstu hæð í blokk í Brooklyn en eigendurnir eru mjög hrifin af gömlum húsgögnum í bland við ný.
Grái liturinn er frekar allsráðandi um alla íbúð og kemur mjög vel út og þau eru ekki hrædd við að blanda sterkum og litríkum litum við annars “plain” hluti svo útkoman verður glæsileg.
Hlýleg íbúð með ofsalega fallegum uppgerðum gömlum stólum sem eru algjörlega sjúklegir. Svo fallega uppgerðir að þeir líta út eins og nýjir! Hvort sem það eru eldhússtólarnir eða stólarnir inn í sjónvarpsherberginu sem gegna því hlutverki að vera skrifstofustólar.
Sjónvarpsherbergið er nýtt bæði sem sjónvarpsherbergi og sem skrifstofa. Hillur eru í kringum sjónvarpið og skrifborð sitt hvoru megin við það. Þægileg lausn að nýta eitt af herbergjunum í þetta því þá er alltaf hægt að loka á draslið sem oft til safnast fyrir framan sjónvarpið eða á skrifstofunni þegar gesti ber að garði.
Meiriháttar falleg íbúð með snilldar útfærslum
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.