Íbúð þessi er 220 fermetrar og hýsti áður bankastofnun og tryggingafélag…
En í dag er þessi fyrrum bankastofnun orðin að fallegri og ómótstæðilegri íbúð. Hér eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og auðvitað stór og góð sauna enda Finnar þekktir fyrir gufuböðin sín. Flestir Finnar vilja hafa allavegna eitt gufubað heima hjá sér en vissulega er vinsælast að hafa gufubaðið úti svo þeir geti velt sér upp úr snjónum eftir hitann en þeir sem eru ekki svo heppnir að eiga sér garð reyna að útbúa baðherbergið sitt með gufubaðsaðstöðu.
Íbúðin er glæsilega innréttuð í nútímalegum anda með nokkrum vel völdum húsgögnum sem eru þekkt fyrir fallega og góða hönnun sína. Litavalið er bæði ljóst og dökkt og ná þau að spila litunum nokkuð vel saman. Dökku litirnir verða hápunktar í heildinni en taka þó ekki alveg yfir því passað er upp á að húsgögnin séu létt og ljós á móti dökkum veggjum til dæmis.
Lýsingin í íbúðinni er alveg meiriháttar en eins og við vitum flest þá skiptir lýsing höfuðmáli þegar kemur að hönnun. Falleg og góð lýsing gefur íbúðinni/húsinu þann sjarma sem til þarf. Þarna hefur lýsingin verið hönnuð að mestu leiti sem falin lýsing en þá er lýsingin meðfram veggjum í herbergjum, fyrir ofan glugga og hún sést kannski best í fataherberginu. Með földu lýsingunni er hægt að stjórna birtunni með dimmer og þá fer það alveg eftir lýsingu hvernig stemningin er í íbúðinni hverju sinni.
Einstaklega vel hönnuð og smekkleg íbúð í Helsinki, Finnlandi
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.