Hönnuðurinn Laura Terp Hansen býr í þessari skemmtilegu íbúð í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, arkitektinum Jesper Roth.
Jesper bætti við auka hæð í og byggði þaksvalir þegar hann tók íbúðina í gegn fyrir fjórum árum. Ljósgráu gólfin og hvítu veggirnir fara vel við alla litríku skrautmunina á heimilinu en svalirnar eru flottastar. Stóri glugginn kemur sérlega vel út á móti dökkum viðnum sem gefur svolítið náttúrulega stemmningu í miðri borginni.
Smart íbúð hjá flottu pari í Köben.
Heimild: Design Sponge

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.