Þessu ofur fallega íbúð er staðsett í Moskvu, Rússlandi. Einfaldleikinn er allsráðandi og fegurðin í hverju horni. Veggir og gólf eru hvít en innréttingar í eik. Mikið er um fallegar plöntur sem setja sinn sérstaka svip á íbúðina.
Fataskápurinn er mjög sérstakur en hann er svona “walk in closet” úr gleri. Mjög fallegt og kemur ótrúlega vel út. Auðvitað þarf að vera gott skipulag í skáp eins og þessum svo hann njóti sín. Passa vel upp á að hver flík sé hengd upp eða brotin fallega saman í hillur.
Svefnherbergið fær flottan fjólubláan sjarma. Rúmteppið er algjörlega æðislegt og setur stóran karakter á herbergið.
Skemmtileg og falleg hönnun í höfuðborg Rússlands..
____________________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.