Í miðborg Parísar er þessi ofur fallega íbúð en húsið sjálft er byggt seint á 18 öld og tekst þeim að halda gamla stílnum vel ásamt því að blanda þeim nýja með.
Íbúðin er 140 fm og á tveimur hæðum. Eftir að hún var gerð upp þá eru þar þrjú svefnherbergi og nær íbúðin að halda 18 aldar andanum vel og eins fær íbúðin smá New York loft fíling. Upprunalegir veggir eru í íbúðinni og viðarplankarnir eru líka upprunarlegir. Milli hæðanna er glergólf svo birtan nái að njóta sín bæði uppi og niðri.
Gott samspil er á milli hönnunar að innan og utan. Háu tréin úti fá að njóta sín með þessum stóru flottu gluggum. Græni liturinn teygir sig inn og mildar grófleika náttúrulegu efnanna mikið. Fallegar svalir príða líka þessa einstöku íbúð og skarta þær flottum arinn. Eflaust notalegt að sitja þarna á rómatísku kvöldi með eld í arninum, rauðvín í glasi og ostapakka…mmm ekki slæm samsetning.
Yndisleg, rómantísk og vel hönnuð íbúð í hjarta Parísar
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.