Þetta glæsihíbýli skartar alveg einstaklega fallegri lýsingu
Hrár múrinn fær að njóta sín á nokkrum veggjum og eins eru loftin óunnin og hrá. Gólfið er flotað en þrátt fyrir þennan hráa stíl ná þau að gera húsið hlýlegt með fallegum innanstokksmunum og góðu samspili milli viðar, lýsingu og húsgagna.
Húsið skartar fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Eldhúsið er rúmgott með hvítri háglans eldhúsinnréttingu og sérsmíðuðu eldhúsborði sem rúmar 8 manns. Innan aðal svefnherbergisins er fallegt baðherbergi með frístandandi baðkeri og vöskum í stíl við baðkarið. Einnig er rúmgott fataherbergi..sem sagt draumur hvers manns.
Í einu herbergjanna er búið að útbúa lítið spa, en þar er gufuklefi, heitur pottur og líkamsræktaraðstaða. Fullkomið hljóðkerfi er í húsinu þannig að hægt er að hlusta á útvarpið eða á Ipod í hverju herbergi fyrir sig. Hljóðkerfið virkar líka sem kallkerfi.
Lýsingin í húsinu er alveg einstök. Einstaklega falleg ljós príða heimilið og gera það algjörlega glæsilegt.
Eign sem er ekki af verri endanum! Vel heppnuð hönnun..
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.