Hér erum við með yndislega kósý og fallega 180 fermetra íbúð í Stokkhólmi…
Þarna fá hráir veggir að njóta sín á móti módern húsgögnum. Eigendurnir eru miklir lestrarhestar og una sér vel í sérútvöldum lestrarhornum víða í íbúðinni. Takið eftir hvíta mjúka stóra hægindastólnum hjá bókahillunum. Bókahillurnar eru undir súð og nýtist sá veggur mjög vel. Einnig er einn glugginn í eldhúsinu notaður sem útsýnisgluggi. Þar eru tveir púðar til að sitja á og njóta útsýnisins með rjúkandi kaffibolla sér við hönd. Ekki slæm byrjun á morgni!
Svefnherbergið er einstaklega kósý og rúmgott. Það er undir súð og með skemmtilegri mynd fyrir ofan rúmið en þar segir “remember to kiss me good night” Bara krúttlegt!
Rauðu flísarnar í eldhúsinu setja algjörlega sitt mark á eldhúsið. Skemmtilegar og pínu æpandi sem gerir eldhúsið hressilegra og einnig nútímalegt. Þau nota svo rauða litinn inn á baðherbergin líka með fylgihlutunum.
Hlýleg og smart hönnun
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.