Við verðum að segja að leigusíðan Airbnb er bara draumur í dós þegar kemur að því að kíkja inn á íslensk heimili.
Hér er eitt alveg sérstaklega fallegt! Taktu eftir því hvað svarta háglans málningin gerir mikið og hvað túrkisbláu stólarnir tveir gefa rýminu fallega grafík.
Þessi gamli, slitni hægindastóll hefur líka ótrúlega mikinn sjarma og karakter. Og taktu eftir sniðugu hillunum undir stiganum.
Bláu stólarnir eru alveg að gera rýmið, og panellinn fyir aftan sjónvarpið er mjög smart.
Blái litiurinn kemur víðar fram og þarna tengjast stólarnir og Monroe myndin á veggnum með skemmtilegum hætti.
Svartlakkaður skenkurinn er æði, og loftið! Frumlegt og flott.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.