Það er eitthvað svo heillandi við tímabilið í hönnunarsögunni sem við köllum Mid Century Modern.
Það sem þótti hipp og kúl þegar amma og afi voru ung…
Fyrir sumum eru Mad Men þættirnir einskonar hönnunarpornó enda gerast þeir á þessu tímabili. Þar blasir við hönnunarunnendum endalaust haf af allskonar lömpum, sófum, tekki, gólfteppum, loftljósum og fleira sérkennilega samstæðu fíneríi okkur til mikillar gleði.
Verandi meðlimur í þessu Mid Century Modern költi fannst mér endalaust skemmtilegt að skoða þessi fallegu heimili sem bæði eru í Palm Springs í Kaliforníu og bæði hönnuð af Darren Brown .
Það fyrra var eitt sinn í eigu Frank Sinatra, en er nú hægt að leigja (spurning um að halda afmælið sitt þar?) og það seinna átti arkitektinn stórbrotni John Lautner…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.