SUMARHÚS: Ég er ein þeirra sem kann ekki alveg að meta kvistgöt og bjálkalúkk á sumarbústöðum. Satt best að segja skil ég ekki alveg þessa þráhyggju Íslendinga fyrir bjálkalúkkinu enda svo margt annað mikið fallegra hægt að gera.
Náttúran er svo stórbrotin og sumarið svo stutt þannig að í fyrsta lagi ætti að vera skylda að hafa glugga á slíkum húsum alltaf stóra með rennihurðum sem hægt er að opna vel ef hitinn stígur yfir 15 gráðurnar. Hrein sæla.
Ég rakst á þessar myndir af dönsku sumarhúsi sem rammar þetta allt inn. Risa gluggar og stórbrotinn staðsetning. Þarna gæti ég hugsað mér að vera allt árið. Unaðslegt.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.