Eru hurðirnar heima hjá þér farnar að láta á sjá? Hvernig væri þá að nýta sér þessar hugmyndir og láta “yfirdekkja” þær með límmiða?!
Gamlar upplitaðar eikarhurðir, gulnaðar plasthurðir og aðrar sem muna sinn fífil fegri, fá sannarlega uppreisn æru og breytast í eitthvað ævintýralegt, óvænt og upplífgandi.
Ef þú ert í vafa með hvað þú ættir að velja gætir þú t.d. látið prenta út myndina sem þú tókst í Hljóðaklettum í sumar eða notað þessa frábæru sem þú tókst af Eiffel turninum eða Empire State byggingunni á ferðalögum fyrri ára.
Allt er mögulegt.
Það eru þó nokkur prent/auglýsinga fyrirtæki á Íslandi sem geta séð um svona prentun en svo er líka hægt að nýta sér netið og panta að utan.
Lykilorðið er “door decal” ef þú vilt gerast ævintýragjörn og leita þetta uppi á gúgglinu. En þangað til pósturinn bankar uppá með pakkann, geturðu notið myndanna hér að neðan.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.