
Mér hefur alltaf þótt stór höfuðgafl fyrir ofan rúm vera frekar amerískt fyrirbæri en engu að síður alveg ótrúlega flott!…
Ég hef hvorki séð allt of mörg íslensk svefnherbergi með flottan höfuðgafl né rekist á gott úrval í búðum á Íslandi. Drauma svefnherbergið er klárlega með einum mjúkum og djúsí höfuðgafl og litríkum púðum á rúminu. Hér fyrir neðan er albúm með myndum sem ég fann á Decor Pad. Yndislega flott sum herbergin!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.