H&M búðirnar þekkjum við flest öll hér á landi því búðirnar eru þekktar fyrir flottar vörur á þrælgóðu verði.
Ef þú átt leið í H&M búð á næstunni þá mæli ég eindregið með því að þú kíkir líka í Home deildina þeirra. Þar má finna æðislegar vörur fyrir heimilið á góðu verði og já þá meina ég góðu verði!
Þarna get ég eytt dágóðum tíma og verð aldrei fyrir vonbrigðum. Við erum að tala um vörur fyrir baðherbergið, svefnherbergið, stofuna, forstofuna og barnaherbergin. Allt dásamlega flottar vörur sem eru mjög smart og já eins og ég sagði hér aðeins ofar á frábæru verði.
En kíkjum aðeins á nokkrar myndir frá haustlínu þeirra núna í ár
Þarna má finna gæða rúmföt, bæði smart og kósí sem kosta ekki aðra höndina.
Mjög flottir púðar og teppin æðisleg, svo kósí og smart! Eins og sést þá setti ég tvær myndir af einum púðanum, en hann er í sérstöku uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Einn af þessum hlutum sem eru bara “must have”!
Marmari og rendur eru toppurinn fyrir baðhergið.
Kertastjakar í brjálað flottu úrvali, kertabakkar undir kertastjaka, kerti, púðar, myndarammar og ég gæti endalaust talið upp allt það fína og flotta sem þessi deild hefur upp á að bjóða.
Allavega… mæli með því að þú kíkir næst þegar þú átt leið framhjá einni H&M Home deild.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.