Þetta fallega hús var gert upp á dögunum en helstu efnin sem voru notuð voru viður og múrsteinar.
Mikil áhersla var lögð á að heimilið væri úr sem náttúrulegustu efnum. Viðurinn spilar stórt hlutverk og nýtur sín einstaklega vel. Eins brjóta múrsteinarnir heildarlúkkið og gefa því skemmtilegt yfirbragð.
Baðherbergið er frekar í minni kantinum og finnst mér þau leysa það ansi vel. Þarna var lítið pláss fyrir bæði sturtu og baðker en settur var upp glerveggur á milli vask og baðkers og sturtan er þá hinum megin við glervegginn ásamt baðkerinu. Snilldarlausn fyrir þá sem vilja bæði bað og sturtu en hafa lítið pláss.
Eldhúsið er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Einstaklega stílhreint með þessum grófu múrsteinum að baki. Ljósakrónurnar setja sinn karakter á það og koma þær vel út svona nokkrar saman. Ljósakrónurnar heita Brass pendalt light og eru mjög fallegar svona saman en einnig ein og ein sér. Setja flott lúkk á heildarmyndina.
Eins eru þau með rennihurðar bæði í stofu og eldhúsi svo hægt er að opna alveg út á góðum sólardögum og borða morgunmatinn/hádegismatinn úti. Veröndin sjálf er friðsæl og falleg og þetta er fallegt og vel uppgert hús í sveita nútímastíl.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.