Þó svo að mér finnist 2007 – stíllinn á húsum oft flottur að þá er ég lang mest fyrir kósý umhverfi í hlýlegum litum. Sérstklega þegar það kemur að setustofum, en fyrir mér eru þær ákveðinn griðarstaður þar sem hægt er að hvíla sig, spjalla og horfa á sjónvarp með sínum nánustu.
Litirnir sem ég held mest upp á í innanhússhönnun eru drapplitaðir, ljósir, brúnir og gylltir tónar en þó er alltaf hægt að breyta til með fallegum myndum á veggjum og blómum og öðrum aukahlutum. Það er nauðsynlegt að líða vel þegar maður kemur heim til sín og hér koma nokkrar skemmtilegar hugmyndir um hvernig maður getur útfært setustofuna þannig að hún sé sem notalegust.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com