Þetta skemmtilega hús var upprunarlega kirkja, byggð árið 1928 í Hollandi.
Nú hefur kirkjan fengið nýtt hlutverk sem heimili. Arkitektarnir tóku allt út úr kirkjunni en leyfðu gólfinu að halda sér. Gólfið er flotað. Þeir settu upp rauðan stiga sem liggur upp í aðalsvefnherbergið og baðherbergið. Baðherbergið er með glerveggjum og sést vel úr allri íbúðinni svo íbúarnir verða að velja sér tíma til að baða sig þegar enginn er í heimsókn .
Stiginn sem liggur upp á aðra hæðina þjónar einnig þeim tilgangi að vera eldhúsveggur með skápaplássi, skilrúm á milli eldhúss og stofu og sem stigi. Hann er málaður eld rauður og nýtur sín stórkostlega. Í borðstofunni hafa þau veggfóðrað einn vegg með englaveggfóðri. Hrikalega smart hjá þeim. Vinnuaðstaðan er uppá palli og mikil birta frá gluggum gerir aðstöðuna enn meira sjarmerandi.
Fyrir utan hafa þau sett gervi kindur til að létta andrúmsloftið örlítið á móti dramatísku útliti kirkjunnar. Heildin er stórkostleg, skemmtileg og falleg!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.