Leikkonan Hilary Swank hefur ekki verið neitt brjálæðislega áberandi á hvíta tjaldinu undanfarið en samt sem áður ákvað ELLE Decor að kíkja í heimsókn til hennar…
…Nýjasta hlutverk Hilary er í rómantísku gamanmyndinni New Year’s Eve sem verður frumsýnd 9. desember. Myndin var tekin upp í New York borg en þar er einmitt ein af fasteignum Hilary staðsett. ELLE Decor fékk að skoða þessa hrikalega flottu New York íbúð sem hefur frábært útsýni yfir þessa lifandi borg.
Það var hönnuðurinn Mark Zeff sem hjálpaði Hilary þegar kom að því að velja húsgöng og innrétta íbúðina. Zeff þessi hefur unnið með Hilary áður en saman innréttu þau húsið hennar í Kalíforníu. Hver á ekki íbúð í NY og hús í Cali?
“She knows what she likes. She doesn’t live in fantasy. I wanted to create a place that would give her a sense of grace and harmony.”
Hér fyrir neðan eru myndir af þessari flottu New York íbúð þar sem grái liturinn er alls ráðandi. Og HÉRNA er greinin í heild sinni.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.