Sum heimili eru næstum því alveg fullkomin og þetta er að mínu mati eitt þeirra.
Hér virðast allir munir svo fallega paraðir saman, mátulegar samsetningar af grófu og mjúku, gömlu og nýju. Taktu t.d. eftir rúmbotninum sem er gerður úr grófum textíl, hrárri bómull í rúmfötum og svo löngu ‘náttborðinu’ sem er úr málmi og kallast á við ljósið í loftinu. Baðkarið undir glugganum er ‘to die for’ og náttúrugripasafnið fyrir ofan skrifborðið er einstaklega smekklega samsett… og þá er allt hitt óupptalið.
Love it!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.