Vinsældir Harry Potters eru alltaf jafn miklar. Fjölmörg börn lifa sig inn í ævintýrið og þekkja söguhetjurnar og furðuverurnar allar mjög vel. Enda ekki skrítið þar sem þessar bækur/myndir eru alveg fáránlega góðar.
Þvílíkt hugmyndaflug sem höfundurinn J. K. Rowling galdraði úr huga sínum. Stigar á hreyfingu, veislumatur sem birtist á augabragði, kertastjakar á flugi og talandi málverk. Þvílík endalaus snilld!
En aftur að herbergishönnun og útliti… Börn hafa gaman af skapandi umhverfi og er einstaklega skemmtilegt að hanna barnaherbergi því hægt er að skapa heilt ævintýri í kringum þau með óvenjulegri efnum og áferð en gengur og gerist í innanhússhönnun.
Auðvelt er að skapa stemningu með því að festa hluti upp á vegg eins og hjólabretti, sverð, uppáhaldskjóla, pez-karla, litla bíla o.sfrv. Fer allt eftir áhugasviði barnsins. Um leið og áhugamálin eru komin í einhverri mynd upp á veggi er stemningin orðin góð.
Ég tók saman nokkrar myndir af Harry Potter herbergjum sem eru ótrúlega flott. Bæði þessi sem eru frekar einföld og líka hin sem fara alla leið og hafa skapað sannkallaðan Harry Potter heim.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.