Í janúar blaði ELLE Decoration UK er að finna þessa hrikalega flottu íbúð…
Stíllinn er einstaklega skemmtilegur þó hann sé örlítið hrár á köflum en þarna mætir antík stíll þeim skandinavíska og er kryddaður með Marakóskum áhrifum, eins og til dæmis flísunum í anddyrinu.
Gólfin eru flotuð og lökkuð og koma mjög vel út. Smá ævintýralegur blær yfir gólfunum..
Hrá en þó hrikalega töff íbúð! Sjáðu myndirnar…

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.