Þessi fallega þakíbúð er í miðbæ Kaupmannahafnar og hönnuð í módern skandinavískum stíl. Hrein og falleg hönnun.
Lýsingin er algjörlega dásamleg!
Takið eftir földu lýsingunni undir skápunum og innréttingunum! Svona birta gerir svo mikið fyrir heildarrýmið að það liggur við að húsgögn verði óþarfi. Hægt er að stjórna hversu mikil birtan er sem kemur undan falinni lýsingu og nýtur hún sín best þegar slökkt er á loftljósum íbúðarinnar.
Einnig er hægt að stjórna ljósunum þannig að það kvikni á þeim við hreyfingu. Þannig að þegar maður staulast um íbúðina um miðja nótt í leit að vatnsglasi, þá kviknar á þessum undurfögru þægilegu ljósum… snilld?!
Gert er ráð fyrir sjónvarpinu í veggnum þannig að það falli algjörlega í vegginn, eins er hægt að snúa skjánum bæði til hægri og vinstri ef hentar…þessi fídus nýtur vaxandi vinsælda hér á landi enda mjög algengt að stofa og sjónvarpsrými séu sameinuð.
Annars er íbúðin svört og hvít… ekki mikið um liti eða persónuleika en það er alltaf gaman að sjá fallega hönnun á lýsingu og formum og það er það sem stendur upp úr hér.
___________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.