Þessi 140 fermetra íbúð var hönnuð af Boris Uborevich-Borovsky fyrir ungan, vel efnaðan piparsvein í Moskvu Rússlandi.
Hann notar aðeins hvíta, svarta og gráa litinn en nær þó að gera sum rýmin hlýleg með því að nota glæsilega og íburðamikla fylgihluti, eins og til dæmis kristalsljósakrónuna.
Íbúðin er þriggja herbergja og það eru tvö baðherbergi í henni. Annað fyrir gesti og hitt er inn af svefnherberginu en innaf því baðherbergi er sérhannað fataherbergi með glerveggjum. Einstaklega smart og nútímalegt, eitthvað sem margir vildu sjá í sínum íbúðum.
Myndirnar tala sínu máli…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.