Þegar rýmin eru lítil er nauðsynlegt að skipuleggja þau vel svo allt komist á sem hagkvæmasta hátt fyrir…
Það sést vel í þessari snyrtilegu og sætu íbúð. Íbúðin er hönnuð fyrir karlmann sem býr einn en hún er aðeins 45 fermetrar á stærð. Allt kemst samt mjög haganlega fyrir og margt áhugavert að sjá.
Lýsingin er mjög góð og þá sérstaklega í eldhúsinu en það er nauðsynlegt að hanna góða lýsingu inn í hvert rými til að nýta hvern jákvæða punkt sem húsnæðið bíður upp á. Góð lýsing stækkar einnig og gefur þetta extra “touch” sem kemur með Vá faktorinn svokallaða.
Í svefnherberginu er fataskápurinn með glerveggjum, ramminn í kringum glerið er svartur enda er svarti liturinn örlítið ríkjandi í íbúðinni allri og gefur henni flottan svip. Annars er hvíti liturinn ásamt eikinni í sambland við þann svarta. Útkoman er þrælflott, mjög smekklega innréttuð með gott geymslupláss.
Forstofan er mjög lítil en þar eru samt góðir hankar fyrir útifötin, nettur skóskápur frá IKEA undir skó og sæt minnishilla fyrir smáhluti og það sem þarf að muna áður en farið er út úr húsi. Sniðug lítil íbúð með flottar lausnir!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.