Við erum komin til Englands, miðborg Lundúna í eitt af virðulegu húsunum þar
Íbúðin er mikið uppgerð en fékk þó að halda í sinn upprunalega breska sjarma. Múrveggurinn í eldhúsinu setur mikinn svip á rýmið og gefur því þennan extra karakter sem svo margir leita eftir. Bækurnar eru þó í aðalhlutverki í þessari flottu íbúð, en upp stigann á aðra hæð er bókunum listilega vel raðað í hillur sem ná frá gólfi og upp í loft. Algjör draumur fyrir hinn sanna bókaorm.
Kisa heimilisins fær líka sitt horn, en undir bekknum í sólstofunni er sér kisuhurð svo kisinn komist út í garð og inn aftur að vild. Algjör snilld og eflaust mjög þægilegt fyrir loðna krúttið.
Húsgögnin og innréttingarnar eru mjög nútímalegar en þó klassískar eins og til dæmis stóllinn Sjöan sem fær að fegra borðstofuna. Sjöan kemur mjög vel út á móti hráa múrveggnum, svörtu loftljósunum og vínrekkanum.
Einstaklega smekklega hönnuð íbúð, lítil en rúmgóð
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.