Michala Wiesneck fatahönnuður býr í Kaupmannahöfn og hefur komið sér afar vel fyrir.
Stíllinn hennar er svona bóhemískur chic stíll en þar gætir áhrifa frá hinum ýmsum heimshornum. Þegar hún var yngri ferðaðist hún heimshornanna á milli með foreldrum sínum sem eru listamenn. Áhrifin koma greinilega í ljós með því að skoða heimilið hennar en þar er margt spennandi að sjá. Stórir og miklir speglar, útsaumuð teppi, leðurhúsgögn og veggflísar í maróskum stíl.
Uppröðunin er skemmtileg hjá henni en hún blandar hinu ýmsu saman og gerir það að sínu. Húsgögnin eru bæði ný og gömul. Þó flest þeirra séu nú í eldri kantinum þá má sjá húsgögn frá IKEA líka eins og til dæmis Expedit hilluna góðu.
Kósí stemning í stofunni hennar, en púðarnir eru skrautlegir og er mikið af þeim út um alla íbúð. Veggskrautið er líka einstaklega smart og skemmtilega uppsett.
Listmunir, myndir, bækur og tímarit prýða IKEA hilluna.
Flott og persónulegt en á sama tíma stílhreint og einfalt.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.