Eitt það allra heitasta í hönnunarheiminum í dag eru fylgihlutir hannaðir í 12 hluta formum.
Ljósin frá Ralph Lauren sjást nánast í hverju einasta hönnunarblaði og þeir sem fylgjast vel með heimilis tískunni eru búnir að skella lampa, ljósi eða kertastjökum inn á heimilið sitt í þessu skemmtilega formi.
Á ensku heitir þetta trend „dodecahedron“, frekar erfitt nafn en þýðingin er beinlínis sú að þetta sé hlutur hannaður úr 12 formum sem eru eins.
Skemmtilegt þetta!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.