Danski fatahönnuðurinn Malene Birger einn af mínum uppáhaldshönnuðum
Hönnun hennar er stílhrein og tímalaus en hún er einnig mjög góð í innanhússhönnun eins og sjá má á heimili hennar í Palma, Mallorca en þar býr hún nánast allt árið og hefur komið sér einstaklega vel fyrir.
Hún blandar nýjum og gömlum munum listavel saman og heildin verður áhugaverð, hlýleg og ótrúlega falleg. Takið eftir þessari flottu ljósakrónu, marókkósku mottunni á móti brúnum sófa og svörtum svönum. Algjörlega smellur saman!
Heimavinnustofan hennar skartar eins mottu og er í stofunni, til að halda í heildarmyndina. Á veggnum eru málverk og listaverk eftir Marlene sjálfa.
Marlene Birger hefur alltaf verið þekkt fyrir að geta blandað ólíkum hlutum saman svo þeir verði að einni heild og hér gerir hún það lista vel. Nútímalegur lampi lýsir á verk eftir Picasso, myndaramma og falleg leirverk.
Yndislegt heimili hjá flottum hönnuði!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.