Púðar, koddar og fleira mjúkt: Ekki hafði ég hugmynd um það fyrr en núna að ein ástsælasta verslun Íslendinga erlendis H&M er einnig með heimilisdeild.
Reyndar aðeins í útvöldum verslunum en fljótlega berst þessi varningur einnig á netið og frá og með Mars er hægt að kaupa sér púðaver, svuntur og fínerí hjá H&M á netinu.
Núna er hægt að finna heimilisdeild í ákveðnum verslunum HM í Amsterdam, Kaupmannahöfn, Helsinki, London og Stokkhólmi.
Verð að viðurkenna að ég er ekkert ofsalega ‘impressed’ af vorlínunni 2011 en það verður gaman að sjá hvort þessi deild mun vaxa og dafna og ná sama árangri og fataverslunin sem er jú að verða ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.
Hér er smá sýnishorn af vorlínunni 2011.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.