Fjölmargir íslendingar kannast við Bandaríska fyrirtækið Airbnb.
Fyrirtækið sérhæfir sig í að vera milliliðir um útleigu heimila, en með þessum hætti ættu allir að geta leigt sér falleg og vel útbúin heimili, hvert í heiminum sem komið er. Margir íslendingar leigja út smekklegar íbúðir í gegnum vefinn og hefur þetta bæði gefið góða raun og vel í aðra höndina.
Færri kannast þó við skrifstofur fyrirtækisins sem eru mjög smart og í takt við starfsemina en þar eru fundarherbergi innréttuð eins og litlar stofur og allt er þetta sem heimilislegast.
Reyndar myndu aðeins hipsterar búa við svona stíl – en gefa þeir ekki tóninn? Ef fleiri skrifstofur væru svona þætti fleirum gaman að koma í vinnuna:
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.