Heklaðir dúkar voru eitt sinn voða vinsælir á íslenskum heimilum og sambýlismaðurinn minn kom með nokkra slíka með sér frá ömmu sinni í búið þegar við fórum að rugla saman heimilum. Ég tók mig til og geymdi dúkana ofan í skúffu því ég kann vel að meta íslenskt handverk.
Sá síðan þennan blúndulampa á vefsíðunni dosfamily.com og fannst hugmyndin bara frekar krúttleg, því ekki að varðveita hluti sem ömmur okkar gáfu sér tíma til að skapa og hekluðu dúkarnir eru bara nokkuð sætir og rómantískir sem loftljós -ekki satt?
Ef þú ætlar að búa til svona loftljós þá skaltu kaupa stóra blöðru, og ekki of sterka peru (15-25w) ætti að vera nokkuð kósý og svo má heldur ekki kvikna í blúndunni.
Ef einhver tekur sig til og býr til svona blúndu/blöðru ljós þá hefði ég mjög gaman af því að fá senda mynd!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.