Rakst á þessa frábæru hugmynd um daginn og ákvað að deila henni hér.
Margir hafa ekki pláss fyrir höfuðgafl eða jafnvel ekki fjárráð til að kaupa sér fallegan höfuðgafl. Lausnin er komin! Málaðu höfuðgaflinn á veginn. Svo þegar þú ert komin með leið á honum þá bara málarðu yfir hann aftur.
Það sem þú þarft til að mála höfuðgafl á vegginn er:
- Límband
- Blýant
- Tússpenna
- Akríl málningu
- Pensla
- Reglustiku
Byrjaðu á því að teikna upp höfuðgafl með blýanti á vegginn. Notaðu reglustiku til að hafa línurnar beinar. Límdu svo límband meðfram teikningunni. Næst notarðu tússpenna til að gera útlínurnar og málar svo inní þær.
Ótrúlega sniðug lausn!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.