Stundum er sagt að heimilið lýsi þeim sem þar býr. Þannig er óhætt að segja að heimili Gabrielle “Coco” Chanel komi svolítið á óvart enda er það ekki með nokkru móti eins stílhreint og svart-hvíti einfaldleikinn í fallegu fötunum hennar.
Austurlenskir munir, sérsmíðaðar kristalsljósakrónur og sófar, flúr, blævængir, dimmrautt og dumbrautt, seiðandi, framandi og fallegt. Þetta var heimili Coco Chanel. Þarna drakk hún te með Dali og Stravinsky fyrir 75 árum, saumaði, hélt sýningar og teiknaði upp hugmyndir sínar, þvílíkur dásemdar draumaheimur.
Undarlegt nokk vantar þó eitt herbergi í húsið. Það er svefnherbergið. Coco svaf aldrei í íbúðinni sinni heldur vann þarna eingöngu. Á kvöldin gekk hún svo í fimm mínútur yfir til Place Vendome þar sem hún gisti á Ritz hótelinu. Á morgnanna fór hún svo aftur í íbúðina en hringdi ávallt á undan sér og fékk aðstoðarfólkið til að úða Chanel nr. 5 um rýmið. Og þannig, í mistrinu af rándýru ilmvatni, byrjaði hún vinnudaginn. Drottning.
Húsið stendur við 31 Rue Cambon – í París.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.