Í Utrecht í Hollandi hefur þessari gömlu kirkju verið breytt í íbúð og breytingarnar koma mjög vel út.
Það er að færast í aukana að í Evrópu eru yfirgefnar kirkjur seldar á uppboði og þeim svo breytt. Kirkjunum er breytt í íbúðir og jafnvel í veitingastaði.
Þessi íbúð er í Hollandi og er færð í modern stíl, mjög minimalískan. Það sem er samt skemmtilegast við hana er að einkenni kirkjunnar fá að halda sér. Takið eftir gluggunum og orgelinu, hrein snilld!
Í Dublin er einnig skemmtilegur veitingastaður/næturklúbbur sem búið er að gera upp og ég mæli eindregið með því að skella sér þangað ef maður á leið hjá. Bara muna að panta borð á undan sér, því hann er mjög vinsæll. Hægt er að sjá heimasíðuna hér
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.