Tónlistarmaðurinn Benji Madden fékk Domaine Home í heimsókn til sín snemma á árinu en hann býr í vel heppnaðri íbúð í Los Angeles…
…Benji er einstaklega ánægður með íbúðina sína en hans fyrra heimili var ekki fallegt að hans sögn. „Ég fékk þá fólk til að hanna, þau gátu aldrei gert það sem ég vildi, ég er mjög sérstakur,“ sagði Benji sem hefur ekki góða reynslu af innanhússhönnuðum. Í þetta sinn tók hann hönnunina í sínar eigin hendur.
„Ég vildi hafa rýmið opið og ég reif niður tvo veggi.“ Benji lét þá endurinnrétta eldhúsið og baðherbergin þrjú og lét skipta um gólfefni, allt á fimm mánuðum. „Ég sé mig ekki sem hönnuð en ég veit hvað ég vil.“
Það verður að viðurkennast að útkoman er nokkuð góð.
Allar ljósmyndir eru fengnar að láni frá Domain Home.com.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.