Gámar sem notaðir eru til flutninga á skipum með varning til og frá landa eru snilldarhönnun, og til margs nytsamlegir.
Eru ekki gámar notaðir fyrir starfsmenn á Kárahnjúkavirkjun? Einnig hef ég sé að bændur nota gamla gáma sem geymslu fyrir vélar og annað dót. Fyrir nokkrum árum heimsótti ég vinkonu mína á Bifröst þegar hún var þar í námi, og þar sem var skortur á húsnæði, þá bjó hún í 20″feta gámi með syni sínum ég man það var bara þokkalega kósý, eða þar til íbúð losnaði og þau gátu flutt.
Leikfangahönnuðurinn Debbie
Þegar ég sá þetta fallega heimili datt mér ekki í hug í fyrstu að heimilinu væri púslað saman af gámum, en gámarnir eru hannaðir af leikfangahönnuðinum Debbie Glassberg og er gámaheimilið prótótýpa, svona hugmynd að rúmgóðu heimili, sett saman úr fimm gámum.
Hönnunin að innan er afar smekkleg en Debbie er litaglöð og valdi vel falleg húsgögn í öll rýmin/herbergi. Loftin í gámunum voru einnig flísalögð með flísum sem hentaði hverju rými og máluð í hressilegum og djörfum litum, svona til að draga úr gámafílingnum.
Þetta er ekki svo galið, spurning um að selja íbúðina, fjárfesta í nokkrum gámum, og fara að púsla saman heimili?
http://www.homecontained.com/
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.