Þetta gullfallega strandhús er staðsett í Suður Afríku og hönnunin er hin glæsilegasta. Ekkert er til sparað. Það eru 7 svefnherbergi og 7 baðherbergi, borðstofa, stofa, stórt eldhús og risa garður með sundlaug. Gerist ekki betra!
Baðherbergishönnunin minnir mig óneitanlega á Lísu í Undralandi. Eitt af baðkerunum er svart hringlaga baðker sem nýtur sín vel á stærsta baðherberginu en öll rýmin eru rúmgóð og fallega innréttuð.
Húsgögnin og litavalið er módernískt ásamt að vera mjög klassískt. Hönnunin er öll ákaflega vel hugsuð og gengur súper vel upp. Hlýleikinn á móti einfaldleikanum nær að spinnast saman í góða samsetningu og það er það sem augað vill sjá.
Sundlaugagarðurinn er einnig mjög vel hannaður. Þar er hreinleikinn og glæsileikinn einnig til staðar. Þarna er hugsunin að ná fram rólegheitum og fegurð. Það tekst einstaklega vel hjá hönnuðunum.
Listaverkin og húsgögnin eru klassísk og ná fram fullkomnu jafnvægi þannig að andrúmsloftið í húsinu er mjög afslappað en í senn mjög glæsilegt.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.