Villa þessi er staðsett í Svíþjóð norður um Helsingborg en verðmæti hússins eru litlar 2,8 milljónir dollara!
Þær sem eiga þessa aura í vinstri rassvasanum veigra sér kannski ekkert við að veifa þessum aurum fyrir þetta dásemdar hús því fallegt er það og á þvílíkt fallegum stað. Við hin…við látum okkur dreyma og fáum hugmyndir af því að skoða þessar myndir.
Fyrir utan húsið er falleg verönd með nettri sundlaug, góð sundlaugar aðstaða, sófasett og blómabeð, sem sagt algjör sælureitur. Dökkleit húsgögn, fögur og nett sundlaug á móti hvítum pullum og púðum. Hrein fegurð!
Húsið sjálft skartar stórum og miklum glerveggjum, sem bæði prýða húsið að utan sem innan, gerir það nútímalegt og í senn leyfir þeim sem heimsækja eða búa í húsinu að njóta þeirra fegurðar sem útsýnið veitir. Húsgögnin eru létt og ljós, mikið um falleg nútímaleg listaverk sem glæðir persónulegan stíl á móti þeim klassíska og móderníska hvíta sem innréttingarnar skarta.
Takið eftir gardínunum í svefnherberginu, mjög þykkar og þungar en passa samt mjög vel inn í þetta nútímalega umhverfi. Tilvaldnar í íslenskt umhverfi þar sem birtan er allan sólarhringinn yfir sumarið, gardínurnar útiloka alla birtu en þegar þær eru dregnar frá eru þær eins og hluti af innréttingunni.
Falleg og flott villa með æðislegt útsýni yfir fjöll og sjó…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.