Það er eflaust ekkert leiðinlegra að vera afabarn ítalska hönnuðarins Guccio Gucci…
…sérstaklega ekki ef maður fær að teygja úr sér í þessu erfðasloti sem er nú komið á sölu fyrir 45 milljónir dollara (já umreiknaðu nú!).
Slotið er að finna á tveimur hæðum (duplex) í húsi sem kallast Olympic Tower og er við Fimmta breiðstræti í New York eða Fifth Avenue. Hér erum við með tæpa 900 fermetra sem samanstanda af m.a. tveimur eldhúsum, bókasafni með glerþaki og tveimur sér-lyftum. Ekkert svo glatað…
Guli skenkurinn er skemmtilegur. Sterk áhrif frá miðbiki síðustu aldar í bland við klassíska asíustrauma og nútímann. Ekki allir sem leggja í að hafa heiðgult húsgagn heima hjá sér en þessir stílistar eru óhræddir við liti á alla kanta. Hér erum við t.d. með bleikt, grænt, gult, rautt og blátt.
Dúnmjúkt teppi, risavaxið búdda höfuð og grænn stóll til að róa sig niður á eftir þeyting um stórborgina. Það er heldur ekki hægt að væla yfir þessu útsýni.
Panelklæddir veggir og ofsafagur arinn. Bananapúðinn þó hálf einmanalegur í gula sófanum.
Áhugaverð blanda hér á baðinu. Bæði parket og limestone flísar á gólfi. Asísku áhrifin áberandi.
Það eru þær Alessandra og Allegra Gucci, dætur Maurizio Gucci, sem hafa átt íbúðina í þessu háhýsi sem var byggt árið 1975. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá þær systur með forsprakka Rolex í Frakklandi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.